Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn - 619 svör fundust
Niðurstöður

Hvað er Tobin-skattur? Yrði hann skaðlegur fyrir heimsbyggðina?

Þetta svar birtist á Vísindavefnum árið 2002 og var birt 17. ágúst 2011 á Evrópuvefnum í tilefni af því að Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa sett fram hugmyndir um að innleiða Tobin-skatt á fjármálagjörninga og nota tekjurnar til að styrkja fjármálakerfi Evrópusambandsins...

Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?

Jú, þetta er rétt skilið. Innflutningstollar á vörum sem fluttar eru inn til landsins frá ESB-ríkjum mundu falla niður við aðild Íslands að ESB, það er að segja þeir tollar sem ekki hafa verið afnumdir nú þegar með EES-samningnum. Þetta gildir hvort sem vörurnar eru pantaðar á Netinu, í gegnum síma eða einstakling...

Er ríkisaðstoð til landbúnaðar leyfileg innan ESB?

Regluverk Evrópusambandsins bannar að mestu ríkisstyrki, það er að segja styrki frá aðildarríkjunum sjálfum, sem geta haft áhrif á viðskipti milli ríkjanna með því að ívilna ákveðnum ríkjum eða svæðum, fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara. Markmiðið er að stuðla að virkri samkeppni á innri markaði ESB. Ákveð...

Eru til dæmi um varanlegar undanþágur eins og já-sinnar vilja meina að við getum fengið í aðildarviðræðum við ESB?

Til eru nokkur dæmi um að nýju aðildarríki að Evrópusambandinu hafi í aðildarsamningi verið veitt varanleg undanþága frá tiltekinni réttarreglu sambandsins. Dæmin eru fá og vísbendingar eru um að þeim fari fækkandi. Algengara er að komið sé til móts við mikilvæga hagsmuni nýs aðildarríkis með tímabundnum undanþágu...

Hversu hár er tollur ESB á vörur frá Bandaríkjunum og hve mikið mundu þær hækka hlutfallslega í verði ef Ísland gengi í ESB?

Tollur sem Evrópusambandið leggur á vörur frá Bandaríkjunum er mishár eftir því um hvaða vörur ræðir. Þannig er lagður 15% tollur á ávaxtasafa en enginn tollur á snyrtivörur. Aðild Íslands að ESB og upptaka sameiginlegrar tollskrár sambandsins hefði ýmist í för með sér hækkun eða lækkun tolltaxta á innfluttar vöru...

Hvað er lýðræði?

Orðið lýðræði getur annars vegar snúið að því hvernig grunnstofnunum er fyrir komið í samfélaginu og hvernig fólk velur valdhafa eða skiptir um þá. Einnig getur lýðræði snúist um það hvernig taka skuli ákvarðanir í hópi fólks. Í svarinu er einnig fjallað um svonefnt fulltrúalýðræði í samanburði við beint lýðræði. ...

Yfirþjóðlegt samstarf

Samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins er yfirþjóðlegt (e. supranational). Við inngöngu í sambandið framselja ríki stofnunum sambandsins hluta fullveldis síns. Aðildarríkin deila þannig fullveldi sínu á sviðum þar sem þau telja farsælla að setja reglur og móta stefnur sameiginlega heldur en hvert í sínu lagi. ...

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (e. International Monetary Fund, IMF), líkt og Alþjóðabankinn (e. World Bank), var stofnaður árið 1944 í kjölfar Bretton Woods fundarins, þar sem 49 af ríkustu löndum heims komu sér saman um leikreglur í alþjóðaviðskiptum. Meginmarkmiðið með stofnun Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyri...

Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?

Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...

Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?

Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...

Hvað felst í Schengen-samstarfinu og þarf ég vegabréf til að ferðast innan Schengen-svæðisins?

Schengen-samstarfið snýst meðal annars um að tryggja frjálsa för einstaklinga innan Schengen-svæðisins, samráð í eftirliti með ytri landamærum þátttökuríkjanna og í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi. Ísland er eitt þeirra 26 ríkja sem hafa undirritað Schengen-samninginn. Innanríkisráðherra situr fundi dóm...

Hvernig virkar aðildarferlið ef Ísland mundi ganga í ESB?

Samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi þurfa samþykki ráðherraráðs Evrópusambandsins, Evrópuþingsins, þjóðþinga allra aðildarríkja Evrópusambandsins og Alþingis Íslands áður en hann öðlaðist gildi. Staðfestingarferlið af Íslands hálfu yrði væntanlega framkvæmt þannig að fullmótaður aðildarsamningur y...

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrönn Ólína Jörundsdóttir rannsakað?

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún er með doktorsgráðu frá Stokkhólmsháskóla í umhverfisefnafræði og hefur sérhæft sig í rannsóknum á mengun í umhverfi og mat. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í...

Hver er stefna ESB í sambandi við launamun kynjanna?

Reglan um sömu laun fyrir sömu vinnu er ein af grundvallarreglum Evrópusambandsins og nær aftur til ársins 1957 þegar hún varð hluti af Rómarsáttmálanum. Allt frá því reglan var staðfest fyrir dómstól Evrópusambandsins á áttunda áratug síðustu aldar (mál 43/75) og fyrsta tilskipunin um launajafnrétti kynjanna (nr....

Sambandsborgari

Orðið sambandsborgari (e. citizen of the Union) er notað um ríkisborgara aðildarríkja Evrópusambandsins. Sambandsborgararéttur kemur til viðbótar við ríkisborgararétt í aðildarríki; einstaklingar sem hafa ríkisfang í aðildarríki ESB eru því einnig sambandsborgarar. Samkvæmt 2. mgr. 20 gr. sáttmálans um starfsh...

Leita aftur: